Biden formlega útnefndur

Joe Biden hlaut formlega útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins 2020 á landsfundi flokksins í gærkvöldi.

Þetta var staðfest á öðrum degi landsþingsins sem haldið er með rafrænum hætti vegna kórónuveirunnar. Biden var afar þakklátur fyrir stuðninginn þegar hann ávarpaði gesti landsþingsins í gegnum myndfjarfundabúnað í gærkvöldi. Hann mun flytja formlega ræðu á síðasta degi landsþingsins annað kvöld.

Í dag munu aftur á móti Barack Obama, fyrrverandi forseti, ávarpa þingið ásamt Hillary Clinton, sem var frambjóðandi flokksins fyrir fjórum árum. Eins Kamala Harris sem er varaforsetaefni flokksins nú. 

AFP
mbl.is