Sakar Tyrki um upplýsingaóreiðu

AFP

Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, neitar ásökunum um að flóttafólk sé vísvitandi skilið eftir á rúmsjó og sakar Tyrki um að dreifa upplýsingaóreiðu um Grikkland og landamæraeftirlit þess. Sem Mitsotakis segir strangt en sanngjarnt. 

Hann segir í viðtali við CNN að ef um eitthvað slíkt sé að ræða verði hann fyrstur til að rannsaka það. „Grikkland er land sem virðir lög. Við höfum veitt tugþúsundum hæli,“ segir Mitsotakis. 

New York Times greindi frá því 14. ágúst að flóttafólki væri ekki komið til bjargar af Grikkjum og ætlast væri til að tyrkneska strandgæslan bjargaði því. Heimildir sem NYT vísaði til eru sjálfstæðar eftirlitsstofnanir, fræðimenn og starfsmenn tyrknesku strandgæslunnar auk flóttafólks. 

Mitsotakis segir að uppruni upplýsinganna sé frá Tyrkjum og bendir blaðamönnum á að vanda betur vinnubrögðin og kanna heimildir betur.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ítrekað óskað eftir því við grísk stjórnvöld að þau rannsaki ásakanir um að fólk sé skilið eftir hjálparlaust. Í júní sagði UNHCR að slíkum ásökunum hefði fjölgað ört síðustu mánuði.

Eftir að flóttamannabúðunum í Idomeni var lokað er ekkert annað …
Eftir að flóttamannabúðunum í Idomeni var lokað er ekkert annað í boði fyrir marga en gatan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert