Bróðir Jeremys Corbyns handtekinn

Frá mótmælafundi gærdagsins.
Frá mótmælafundi gærdagsins. AFP

Piers Corbyn, bróðir Jeremys Corbyns, fyrrverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, var einn af þeim fyrstu til að vera sektaðir um 10 þúsund pund, jafnvirði 1,8 milljóna íslenskra króna, fyrir að brjóta lög sem sett voru vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt lögunum mega ekki fleiri en 30 manns koma saman. 

Corbyn, sem er veðurfræðingur og þekktur samsæriskenningamaður, var handtekinn og sektaður fyrir sinn hlut í skipulagningu samkomu í London þar sem kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda var mótmælt.

„Ég var að kveðja fólk þegar ég var skyndilega handtekinn,“ sagði Corbyn í samtali við breska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert