Segir Trump enn í afneitun vegna veirunnar

Andrew Cuomo.
Andrew Cuomo. AFP

Andrew Cu­omo, rík­is­stjóri New York-rík­is, gagnrýndi viðbrögð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum harðlega í dag og sakaði ríkisstjórn hans um að „vera enn í afneitun“.

Þetta kom fram í twitterfærslum Cuomos í dag. Hann sagði enn fremur að það vantaði stefnumörkun í Bandaríkjunum vegna kórónuveiruprófa og reglna um notkun gríma. Slíkt hefði þess í stað verið sett í hendur hvers ríkisstjóra fyrir sig.

Faraldurinn lék New York grátt í vor en nýsmitum og dauðsföllum hefur fækkað hratt eftir að fleiri voru skimaðir vegna veirunnar.

Alls voru 100.022 skimaðir í New York-ríki í gær en einungis 698 þeirra eru með veiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert