Krefst aðgerða gegn Rússum vegna Navalnís

Alexei Navalní, leiðtogi rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar og stofnandi samtakanna FBK sem …
Alexei Navalní, leiðtogi rúss­nesku stjórn­ar­and­stöðunn­ar og stofnandi samtakanna FBK sem berjast gegn spillingu. AFP

Helsti bandamaður Angelu Merkel Þýskalandskeisara, Norbert Röttgen, hefur varað við því að Evrópusambandið hætti á það að verða tilgangslaust ef það grípur ekki til neinna aðgerða gagnvart Rússlandi í kjölfar þess að eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. 

Röttgen, sem er formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, segir að Þýskaland verði að endurskoða samninga um jarðgas við Rússland. Hann krefst harðra aðgerða Evrópusambandsins gegn Rússum. 

Navalní var fluttur á sjúkrahús í Berlín eftir að hafa veikst skyndilega um borð í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði. Niðurstöður efnaprófana benda til þess að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert