Umdeildur Abbott fenginn til aðstoðar

Tony Abbott, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu. AFP

Breska ríkisstjórnin hefur ráðið Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sem ráðgjafa í viðskiptamálum. Abbott mun aðstoða Breta í komandi viðræðum um viðskiptasamninga í kjölfar útgöngu ríkisins úr ESB.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku ríkisstjórninni.

Abbott mun ekki gegna beinu hlutverki í samningaviðræðum fyrir hönd Breta, en hann mun veita samninganefnd ráðgjöf er kemur að viðskiptamálum og fjárfestingum.

Ráðning Abbotts hefur fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstæðingum. Fyrrverandi forsætisráðherrann hefur meðal annars verið sakaður um kvenhatur og hómófóbíu, og gagnrýndur fyrir skoðanir sínar í loftslagsmálum.

Félagar breska verkamannaflokksins hafa gagnrýnt ráðningu Abbotts og sagt að hann eigi ekkert erindi til að vera fulltrúi Breta á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert