Rússar saka Þjóðverja um að tefja rannsókn

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalní, ásamt eiginkonu sinni Yuliu og …
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalní, ásamt eiginkonu sinni Yuliu og stjórnarandstæðingnum Lyubov Sobol í febrúar. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Þjóðverja um að reyna að tefja rannsókn á máli stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnís eftir að þýsk stjórnvöld kröfðust þess að Moskva útskýrði sína hlið á málinu. Ef ekki verði Rússar beittir refsiaðgerðum.

Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, greindi frá þessu á Facebook.

Þjóðverjar segja að Navalní hafi verið byrlað eitur.

Leiðtogar ríkja í Vestur-Evrópu hafa óskað eftir svörum frá rússneskum stjórnvöldum, sem hafa þvertekið fyrir að hafa byrlað honum eitur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert