„Ef Hvíta-Rússland fellur verður Rússland næst“

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands. AFP

Alexander Lúka­sj­en­kó, forseti Hvíta-Rússlands, sagði í dag að þjóðfélagsskipulag Rússlands myndi falla ef hann sjálfur stigi til hliðar í umfangsmiklum mótmælum í Hvíta-Rússlandi. 

„Veistu hvaða niðurstöðu við höfum komist að um rússneskt stjórnkerfi og stjórnvöld? Ef Hvíta-Rússland fellur verður Rússland næst,“ sagði forsetinn við rússneska fjölmiðla. 

Mótmælendur hafa komið saman, þá helst á sunnudögum, frá því að Lúkasjenkó var endurkjörinn í ágúst. Mótmælendur og stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi hafa sakað forsetann um umfangsmikið kosningasvindl og krefjast afsagnar hans. 

Fjöldi áber­andi stjórn­ar­and­stæðinga hefur flúið landið, en mót­mæl­end­ur og mann­rétt­inda­frömuðir hafa sakað lög­reglu um að beita friðsama mót­mæl­end­ur ít­rekað of­beldi. 

Fram kemur á BBC að Lúkasjenkó hafi í dag viðurkennt að ef til vill hafi hann verið við stjórnvölinn of lengi. Hann sé þó ekki á förum undir þessum kringumstæðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert