Skáldið umkringt stjórnarerindrekum

Utanríkisráðherra Svíþjóðar tísti þessari mynd í dag. Alexíevitsj gulklædd.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar tísti þessari mynd í dag. Alexíevitsj gulklædd. Twitter/@AnnLinde

Ljósmynd hefur náðst af evrópskum stjórnarerindrekum á heimili hvítrússneska nóbelsskáldsins Svetlönu Alexíevitsj, eftir að hún sagði grímuklædda menn hafa reynt að brjótast inn til sín.

Alexíevitsj bauð blaðamönnum heim til sín eftir að atvikið átti sér stað.

Hún er eini leiðtogi samhæfingarráðsins, sem stjórnarandstæðingurinn og forsetaframbjóðandinn Svetlana Tsikanovskaja stofnaði í kjölfar forsetakosninganna í ágúst, sem stjórnvöld hafa ekki enn tekið til fanga.

Þúsundir handteknar

Ríkisstjórnin hefur lagst í hertar aðgerðir gegn hvers kyns andófi eftir að mótmælaalda reið yfir landið að loknum forsetakosningunum.

Þúsundir fólks hafa verið handteknar í aðgerðum stjórnvalda, eins og fram kemur í umfjöllun BBC.

Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tísti í dag mynd af rithöfundinum á heimili sínu í höfuðborginni Minsk, þar sem hún er umkringd stjórnarerindrekum Evrópuríkja. Lýsir hún ánægju sinni af því að geta deilt myndinni og bendir á að í hópnum sé einnig fulltrúi Svía.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert