Átta látnir í skógareldunum

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna.
Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna. AFP

Hið minnsta átta eru látnir í skógareldunum sem nú geisa á vesturströnd Bandaríkjanna. Öll dauðsföllin áttu sér stað í þremur ríkjum: Kaliforníu, Oregon og Washington, síðasta sólarhring.

Viðbragðsaðilar segja þó að þar sem enn sé ómögulegt að komast að nokkrum svæðum vegna eldanna sé líklegt að tala látinna hækki verulega á næstu dögum.

Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna eldanna og hafa minnst fimm bæir gjöreyðilagst og að sögn ríkisstjóra Oregon gæti verið um að ræða skæðustu skógarelda í sögu ríkisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert