Berjast við mikinn eld í Beirút

Líbanskir slökkviliðsmenn í baráttu við eldinn í dag.
Líbanskir slökkviliðsmenn í baráttu við eldinn í dag. AFP

Mikill eldur geisar enn í höfninni í Beirút. Hefur hann vakið ótta á meðal margra þeirra Líbana sem enn glíma við afleiðingar sprengingarinnar sem lagði hafnarsvæðið í rúst í síðasta mánuði og greip með sér fleiri en 190 mannslíf.

Haitham, 33 ára hafnarstarfsmaður, segir í samtali við AFP frá því hvernig hann flúði eldinn af ótta við að verða honum að bráð.

Frá Beirút í dag. Rúmur mánuður er frá sprengingunni sem …
Frá Beirút í dag. Rúmur mánuður er frá sprengingunni sem eyðilagði hafnarsvæðið. AFP
Þykkur reykjarmökkur liðast yfir borgina.
Þykkur reykjarmökkur liðast yfir borgina. AFP

Byrjaði í olíugámum

„Við vorum að vinna þegar allt í einu kalla þeir á okkur að koma okkur út,“ segir hann. „Það var logsuðuvinna í gangi ... og eldur braust út. Við vitum ekki hvað gerðist. Við stukkum frá öllu og byrjuðum að hlaupa. Þetta minnti okkur á sprenginguna.“

Hafnarstjórinn Bassem al-Kaissi segir í samtali við líbönsku sjónvarpsstöðina LBC að eldurinn hafi átt upptök sín á svæði í höfninni þar sem innflytjandi hafði valið að geyma gáma með matarolíu og dekkjum.

„Eldurinn byrjaði í olíugámunum áður en hann breiddist yfir í dekkin. Þetta var annað hvort vegna hitans eða vegna mistaka. Það er of snemmt að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert