Mikill eldur í höfninni í Beirút

Líbanski herinn segir að kviknað hafi í birgðum af olíu …
Líbanski herinn segir að kviknað hafi í birgðum af olíu og dekkjum. Twitter/@GraveJonesMusic

Mikill eldur hefur brotist út í höfninni í Beirút, rúmum mánuði eftir að gífurleg sprenging lagði hafnarsvæðið í rúst.

Sjónarvottar hafa tilkynnt um stóran svartan reykmökk sem stígur upp frá höfninni og liðast yfir líbönsku höfuðborgina. Ekki er vitað á þessari stundu hvað orsakaði eldinn.

Líbanski herinn segir að kviknað hafi í birgðum af olíu og dekkjum í vöruhúsi við höfnina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert