Rússneskir tölvuþrjótar færa sig upp á skaftið

Kosningaherferðir beggja frambjóðenda hafa orðið fyrir barðinu á tilraunum tölvuþrjóta.
Kosningaherferðir beggja frambjóðenda hafa orðið fyrir barðinu á tilraunum tölvuþrjóta. AFP

Tölvuþrjótar með tengsl við Rússland, Kína og Íran reyna nú að njósna um fólk og hópa fólks sem koma að forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Samkvæmt tæknirisanum Microsoft er rússneski hópurinn sem gerði tölvuárás á kosningaherferð Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016 aftur að verki.

Í yfirlýsingu frá Microsoft segir að rússneski hópurinn Strontium hafi gert yfir 200 samtök að skotspóni, mörg hver sem tengist stjórnmálaflokkum og þá bæði Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum.

Líklegt þykir að verið sé að reyna að komast yfir upplýsingar sem nota megi til að trufla og hafa áhrif á úrslit kosninganna.

Fæstar tölvuárásanna hafa borið árangur enn sem komið er.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert