„Yðar hágöfgi“

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un.
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong Un. AFP

Persónulegt samband milli Kim Jong un, leiðtoga Norður-Kóreu og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur leikið lykilhlutverk í samskiptum ríkjanna undanfarin ár. Kim skrifar alltaf „yðar hágöfgi“ í bréfum til Trump og hrósar honum í hástert.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í væntanlegri bók rannsóknarblaðamannsins Bob Woodward um Trump sem væntanleg er í verslanir fljótlega. Bókin heitir Rage og þar eru birt 25 bréf á milli þeirra Trump og Kim. 

Kim lýsir því meðal annars að það sé ógleymanleg tilfinning þegar hann hélt fyrst í hönd Trump (yðar hágöfgi) á sama tíma og allur heimurinn fylgdist með. Þetta kemur fram í bréfi sem Kim skrifaði Trump á jóladag árið 2018 í kjölfar fundar þeirra í Singapúr. 

Trump talar um einstaka vináttu og samband þeirra í bréfum sínum. Aðeins þeir tveir geti leyst deilur ríkjanna tveggja og bundið enda á tæplega 70 ára óvináttu. „Það verður sögulegt,“ skrifar Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert