Í land á Ítalíu eftir 40 daga á sjó

AFP

Hópur flóttamanna, sem var bjargað af danska skipinu Maersk Etienne í byrjun ágúst, hefur fengið leyfi til að koma í höfn á Ítalíu eftir rúmlega 40 daga um borð í Maersk Etienna. 

Í hópnum eru 27 flóttamenn, meðal annars ólétt kona, sem lögðu af stað yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu 2. ágúst. Maersk Etienna bjargaði hópnum skömmu síðar þegar bátur hans tók að sökkva. Skipið fékk ekki leyfi til að koma í höfn í neinu landi í meira en mánuð. Hópurinn gekk á land í Sikiley í gærkvöldi. 

„Áhöfnin hefur gert allt til þess að gera líf þeirra eins bærilegt og mögulegt er, en þetta eru ekki aðstæður sem eru neinum bjóðandi í svona langan tíma,“ segir Tommy Thomassen, yfirmaður tæknimála Maersk, í samtali við BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert