Arftaki Abe valinn

Yoshihide Suga.
Yoshihide Suga. AFP

Stjórnarflokkurinn Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur valið sér nýjan leiðtoga, Yoshihide Suga, sem mun taka við keflinu af Shinzo Abe. Nánast fullvíst er að Suga taki við sem forsætisráðherra Japans af Abe.

Abe tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði vegna veikinda. Suga, sem er 71 árs gamall, er náinn samstarfsmaður Abe og er talið líklegt að hann muni fylgja þeirri stefnu sem Abe hefur mótað.

mbl.is