Forstjóri NASA vill setja Venus í forgang

Gastegundin fosfín fannst í andrúmslofti Venusar.
Gastegundin fosfín fannst í andrúmslofti Venusar. AFP

Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA), er himinlifandi yfir uppgötvun fosfíns í andrúmslofti Venusar. Gastegundin gefur vísbendingar um líf á plánetunni.

Í tísti á Twitter sagði hann uppgötvunina vera mikilvægustu þróunina í þá átt að sannreyna líf annars staðar en á jörðinni.

„Fyrir um tíu árum uppgötvaði NASA örverulíf 120 þúsund fetum í efra gufuhvolfi jarðar. Það er kominn tími til að setja Venus í forgang,” tísti hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert