Lífstíðarfangelsi fyrir dráp á fjölskyldu

Amiram Ben-Uliel sést hér ræða við eiginkonu sína í gegnum …
Amiram Ben-Uliel sést hér ræða við eiginkonu sína í gegnum gler. AFP

Ísraelskur landtökuliði var dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi fyrir dómi í Ísrael í dag fyrir að hafa drepið palestínska fjölskyldu á Vesturbakkanum.

Amiram Ben-Uliel var í dæmdur sekur fyrir morðin sem voru framin árið 2015. Refsingin yfir honum var síðan kveðin upp í Lod-dómstólnum í dag. Hann var dæmdur fyrir að hafa myrt átján mánaða gamlan dreng og foreldra hans er hann kveikti í húsi fjölskyldunnar í þorpinu Duma í júlí 2015. Hann var jafnframt fundinn sekur um manndrápstilraun, íkveikju og hatursglæp.

Í ísraelskum fjölmiðlum kemur fram að kveikt var í heimili Dawabsheh-fjölskyldunnar og að fjölskyldan hafi brunnið inni fyrir utan eldri son hjónanna, Ahmed Dawabsheh, sem lifði eldsvoðann af. 

Ungur maður sem aðstoðaði Amiram Ben-Uliel við morðin var dæmdur sekur um aðild að morðinu en refsing hans verður kveðin upp á miðvikudag.
Verjendur Ben-Uliel eiga von á því að dómnum verði áfrýjað til hæstaréttar en þeir vilja meina að hann hafi játað eftir að hafa verið pyntaður af Shin Bet, leyniþjónustu Ísraels.
Ben-Uliel var sýknaður af ákæru fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum.
Frá heimili fjölskyldunnar í Duma
Frá heimili fjölskyldunnar í Duma AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert