Eins og tilraunastarfsemi í fangabúðum

Höfuðstöðvar Immigration and Customs Enforcement (ICE) í Washington, DC.
Höfuðstöðvar Immigration and Customs Enforcement (ICE) í Washington, DC. AFP

„Þegar ég hitti allar þessar konur sem höfðu farið í skurðaðgerðirnar leið mér eins og þetta væru fangabúðir þar sem fram færi tilraunastarfsemi. Það var eins og líkamar okkar væru nýttir í tilraunaskyni.“ Þetta er lýsing ein þeirra kvenna sem rætt var við af hálfu Project South samtakanna vegna þess að konur sem vistaðar eru í búðum fyrir hælisleitendur í Georgíu hafa ítrekað verið sendar í legnám. Upp komst um málið þegar hjúkrunarfræðingur sem starfaði við framkvæmdina steig fram. 

Mannréttindasamtök fordæma framkvæmdina í gær en upplýst var um málið í gær.

Aðgerðirnar voru gerðar í einkarekinni varðhaldsstöð í Georgíu, Irwin County Detention Center, en hluti þeirra sem þar dvelja eru þar á vegum inn­flytj­enda og tolla­mála, Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement (ICE).

Project South samtökin lögðu fram formlega kvörtun til bandarískra stjórnvalda vegna málsins í gær. Þar kemur einnig fram að alvarleg læknismistök hafi verið gerð á meðan kórónuveirufaraldurinn geisaði, þar á meðal hafi fólki verið neitað um skimun þrátt fyrir augljós merki um að vera með COVID-19. Jafnframt hafi verið átt við læknaskýrslur og þær falsaðar. 

Samtökin gagnrýna harðlega hvernig legnám eru framkvæmd á erlendum konum með stöðu innflytjenda í búðunum. 

Hjúkrunarfræðingurinn sem greindi fyrst frá málinu segir að konurnar hafi tjáð henni að þær skildu ekki hvers vegna þær þyrftu að fara í legnám, aðgerð þar sem allt leg er fjarlægt. 

Hún nefnir sérstaklega til sögunnar einn lækni en allar konur sem hann skoðar eru sendar í legnám og að í eitt skipti hafi hann fjarlægt rangan eggjastokk úr konu. 

Sjá nánar hér

Washington Post

Guardian

Law and Crime

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert