Fimm ný tilfelli svínapestar í Þýskalandi

Afrísk svínaflensa er banvæn göltum og svínum en er ekki …
Afrísk svínaflensa er banvæn göltum og svínum en er ekki skaðleg fólki. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm ný tilfelli afrískrar svínapestar fundust í þyskum göltum í dag, að sögn yfirvalda. Tilfellin vekja áhyggjur af framlengdu efnahagslegu áfalli fyrir kjötiðnaðinn sem nú þegar berst við afleiðingar kórónuveirunnar.

Fjórir dauðir geltir, auk eins veiks sem var svæfður, voru sýktir af vírusnum. Afrísk svínapest er banvæn göltum og svínum en ekki skaðleg fólki. 

Nýju tilfellin eru áfall fyrir þýska svínakjötsiðnaðinn en þar í landi hafa nokkur svínabú nú þegar þurft að loka tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveiru.

Stærsti framleiðandi svínakjöts í Evrópu

Staðfest tilfelli svínapestar í Þýskalandi þýða að svínakjöt þaðan mun tímabundið ekki vera vottað til útflutnings til þjóða utan Evrópu þrátt fyrir að sala þess innan Evrópu megi halda áfram. 

Kína, Japan, Suður-Kórea, Brasilía og Argentína hafa nú þegar sagt að þau muni taka fyrir innflutning á þýsku svínakjöti. 

Þýskaland er stærsti framleiðandi svínakjöts í Evrópu en þar var meira en 55 milljónum svína slátrað árið 2019, samkvæmt opinberum gögnum.

mbl.is