Morð í úthverfi Stokkhólms

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Maður var skotinn til bana í Huddinge, úthverfi Stokkhólms, í gærkvöldi. Skotárásin var gerð skammt frá tveimur grunnskólum í Skogås.

Samkvæmt fréttum sænska ríkissjónvarpsins og Expressen var í fyrstu talað um að maðurinn hafi verið alvarlega særður í skotárásinni sem var gerð á ellefta tímanum í gærkvöldi. Í morgun greindi lögreglan síðan frá því að maðurinn væri látinn og búið væri að upplýsa fjölskyldu hans um andlátið. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið en rætt við vitni og lögregla er með myndefni af vettvangi til skoðunar.

Ola Österling, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, segir að lögregla hafi gengið á milli húsa í nágrenninu og rætt við möguleg vitni. 

Frétt SVT

Frétt Expressen

mbl.is