Navalní ætlar aftur til Rússlands

Alexei Navalní á góðri stundu fyrr á árinu.
Alexei Navalní á góðri stundu fyrr á árinu. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Al­ex­ei Navalní ætlar aftur til Rússlands, að sögn talskonu hans. 

„Ég skil ekki hvers vegna fólk myndi halda annað,“ skrifaði talskonan, Kira Yarmysh, á Twitter  í dag. „Enginn annar möguleiki var í stöðunni.“

Eins og mbl.is greindi frá í morgun birti Navalní mynd á Instagram í fyrsta sinn síðan eitrað var fyrir hann. Þar greindi Navalní frá því að hann þyrfti ekki lengur á aðstoð öndunarvélar að halda. 

Tveir vopnaðir lögreglumenn standa vörð um herbergi Navalnís á sjúkrahúsinu og hefur lögreglubíll verið fyrir utan sjúkrahúsið svo dögum skiptir. 

Stjórnvöld í Rússlandi hafa útilokað möguleikann á fundi Navalnís og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.  

„Við sjáum ekki tilganginn með slíkum fundi svo við teljum að slíkur fundur muni ekki eiga sér stað,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda.

Þýsk yf­ir­völd greindu frá því í gær að rann­sókn­ir sem gerðar voru á rann­sókn­ar­stof­um í Frakklandi og Svíþjóð sýndu fram á að eitrað hefði verið fyr­ir Navalní með Novichok-taugagasi. Það er sama niðurstaða og þýsk­ar rann­sókn­ar­stof­ur komust að. Banda­menn Navalnís segja þetta sýna fram á að rúss­neska ríkið geti eitt staðið á bak við bana­til­ræðið þar sem eitrið er á bann­lista yfir efna­vopn. Þessu neita rúss­nesk yf­ir­völd og segja að lækn­ar í Rússlandi hafi ekki fundið nein­ar leif­ar eit­urs í lík­ama Navalnís.

Frétt BBC

mbl.is