Vildi Assad feigan en Mattis sagði nei

James Mattis og Donald Trump. Myndin er tekin í október …
James Mattis og Donald Trump. Myndin er tekin í október 2017. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi taka Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, af lífi árið 2017 en Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, var því mótfallinn.

„Ég hefði viljað losa mig við hann. Ég var búinn að leggja það upp,“ sagði Trump í spjallþættinum Fox & Friends.

„Mattis vildi ekki gera það. Mattis var mjög ofmetinn hershöfðingi og ég rak hann.“

Ummæli Trumps eru í takt við það sem kom fram í bók blaðamannsins Bob Woodward, Fear: Trump in the White House frá árinu 2018 en þá neitaði Trump þessu. „Þetta mál kom ekki einu sinni til umræðu,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu 5. september það ár.

Trump var sagður hafa íhugað að láta drepa Assad eftir að hann gerði efnavopnaárás á almenna borgara í apríl 2017. Í bók Woodwards var Trump sagður hafa haldið því fram að Bandaríkjaher hætti að drepa Assad.

Trump sagðist við Fox ekki sjá eftir því að hafa ekki látið drepa Assad og sagði að hann „hefði getað lifað með hvorri leiðinni sem er“.

„Ég leit ekki á hann sem góða manneskju en ég hafði tækfæri til að drepa hann ef ég vildi en Mattis var á móti því,“ sagði Trump.

„Mattis var á móti flestu svoleiðis.“

mbl.is