„Hinseginlaus svæði“ óvelkomin

Kona sem ásamt hópi fólks mótmælti stöðu hinseginfólks í Póllandi …
Kona sem ásamt hópi fólks mótmælti stöðu hinseginfólks í Póllandi fyrir utan fund Evrópusambandsins. AFP

Í ávarpi sem hún beindi að stjórnvöldum í Póllandi sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), að „hinseginlaus“ svæði ættu ekki heima innan ESB. 

„Ég mun ekki láta staðar numið þegar kemur að því að byggja upp samband jafnréttis,“ lofaði Leyen í ræðu sinni.

Hún kallaði eftir sambandi þar sem „þú getur verið sá sem þú vilt og elskað hvern sem þú vilt án þess að þurfa að óttast ávítur eða mismunun“.

Ursula von der Leyen flytur ræðu sína.
Ursula von der Leyen flytur ræðu sína. AFP

„Vegna þess að það að vera þú sjálfur er ekki þín hugmyndafræði. Það er sjálfsmynd þín. Enginn getur nokkurn tímann tekið hana burt. Ég vil hafa það alveg á hreinu að hinseginlaus svæði eru svæði án mennsku. Og þau eiga ekki erindi í sambandið okkar,“ sagði Leyen.

Staða hinsegin fólks í Póllandi slæm

Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur farið versnandi undanfarið. For­seti Pól­lands, Andrzej Duda, var end­ur­kjör­inn for­seti lands­ins í kosn­ing­um sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Ekki er langt síðan hann líkti hug­mynda­fræði hinseg­in fólks, LGBTQI, við komm­ún­isma.

Í ágúst handtók lög­regl­an í Var­sjá í Póllandi þrjá sem grunaðir eru um að hafa hengt regn­boga­fána á stytt­ur í borg­inni. Voru þre­menn­ing­arn­ir ákærðir fyr­ir að van­helga stytt­urn­ar og mis­bjóða trú­ar­leg­um skoðunum.

Í júlí á síðasta ári var hinsegin fólk í Póllandi grýtt í gleðigöngu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert