Lífshættulegt óveðursflóð fylgir Sally

Fellibylurinn Sally hefur komið af stað „sögulegu og hörmulegu flóði“ í suðurhluta Bandaríkjanna en Sally færist nær landi. Óveðrið fer ekki hratt yfir; ferðast á um 5 km/klst. En það aftur á móti eykur eyðileggingarmátt hans. Mikil úrkoma hefur auk þess fylgt í kjölfar Sally í strandríkjum Bandaríkjanna. 

BBC greinir frá.

Bandaríska felli­byljamiðstöðin (NHC) hefur greint frá flóðum víða, allt frá Tallahassee í Flórída til Mobile Bay í Alabama. Þá hefur NHC varað við lífshættulegu óveðursflóði. 

Fellibylurinn Sally er einn af nokkrum fellibyljum í Atlantshafi. Alabama, Flórída og Mississippi hafa öll lýst yfir neyðarástandi vegna Sally. 

Jon Bel Edwards, fylkisstjóri Louisiana, hvatti íbúa fylkisins til að vera klárir og öruggir í ástandinu, í tísti sem hann birti á mánudag. 

Mynd frá Mobile í Alabama sem var tekin í dag.
Mynd frá Mobile í Alabama sem var tekin í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert