Kaupa verksmiðju til að framleiða bóluefni

BioNTech og Pfizer vinna í sameiningu að þróun bóluefnis gegn …
BioNTech og Pfizer vinna í sameiningu að þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. AFP

Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech hefur fest kaup á nýrri verksmiðju í þeim tilgangi að auka framleiðslugetu á bóluefni þegar bóluefni frá félaginu fær grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum.

BioNTech er eitt þeirra sem keppast nú við að þróa bóluefni við kórónuveirunni, en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hefur það keypt verksmiðju frá svissneska lyfjafyrirtækinu Novartis í Marburg í vesturhluta Þýskalands.

Haft er eftir fjármálastjóra BioNTech, Sierk Poetting, að kaupin endurspegli skuldbindingar fyrirtækisins að dreifa mögulegu bóluefni um allan heim.

== FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY ==
== FOR NEWSPAPERS, INTERNET, TELCOS & TELEVISION USE ONLY == AFP

BioNTech hefur gert samstafssamning við bandaríska lyfjarisann Pfizer sem tengist framleiðslu bóluefnisins. Eitt bóluefna þeirra er þegar komið á lokastig prófana og hefur verið prófað á um 30 þúsund einstaklingum.

Átta bóluefni eru komin á lokastig prófana.

BioNTech stefnir að því að framleiða 100 milljón skammta af mögulegu bóluefni fyrir árslok 2020, ef það reynist árangursríkt og öruggt, og 1,3 milljarða skammta fyrir árslok 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert