Býst við bóluefni fyrir alla í apríl

Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti býst við að nóg verði til af bóluefni fyrir alla Bandaríkjamenn í apríl á næsta ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

Ummælin eru í andstöðu við yfirlýsingar Robert Redfield, forstjóra Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), sem hefur sagt að bóluefni verði að öllum líkindum ekki aðgengilegt í stórum stíl fyrr en næsta sumar eða haust. Lyfjaframleiðendurnir Pfizer og Moderna, sem báðir vinna að bóluefnaframleiðslu, hafa ekki tjáð sig um málið þrátt fyrir tilraunir fjölmiðlar vestra.

Trump segir að sögulegur árangur hafi náðst í þróun þriggja bóluefna sem eru á lokastigi tilrauna og prófana. Hundrað milljón skammtar hið minnsta yrðu framleiddir fyrir árslok.

Joe Biden, forsetaefni demókrata, hefur lýst efasemdum með bjartsýna spá forsetans. Sagði hann stuðningsmönnum í Pennsylvaníu í gær að hann treysti Trump ekki til að sjá um bóluefnadreifingu. „Ég treysti ekki forsetanum. Ef Fauci [sóttvarnalæknir] segir að bóluefnið sé öruggt þá mun ég taka það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert