Hafnar ásökunum um kynferðisofbeldi

Frásögn Amy Dorris er tilraun til að koma pólitísku höggi …
Frásögn Amy Dorris er tilraun til að koma pólitísku höggi á Trump segja lögfræðingar forsetans. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ásakanir fyrrverandi fyrirsætunnar Amy Dorris ekki á rökum reistar. Dorris sakaði forsetann um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir utan salerni á opna bandaríska tennimótinu árið 1997.

Þetta kom fram í viðtali Dorris við breska miðilinn The Guardian í gær, 17. september. Sagði hún Trump hafa troðið tungunni á sér upp í hana og þuklað á henni. BBC greinir frá. 

„Hann tróð tungunni ofan í kokið á mér og ég ýtti honum af mér. Það var þá sem hann herti tökin og þuklaði á mér allri, á rassinum á mér, brjóstunum, bakinu og öllu. Ég var í klónum á honum og gat ekki losað mig,“ sagði hún í viðtalinu.

Lögfræðingar Trump segja að ásökunin eigi sér pólitískar rætur og sé tilraun til að koma höggi á forsetann fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum 3. nóvember.

Jennis Ellis, lögfræðingur í kosningateymi forsetans, sagði að allar lögformlegar leiðir yrðu kannaðar til að gera fjölmiðilinn ábyrgan fyrir að birta „órökstuddar ásakanir“ í vondri trú. Fyrir forsetakosningarnar árið 2016 var Trump sakaður um kynferðisofbeldi af hópi kvenna, þar á meðal var rithöfundurinn Jean E Carroll. Samkvæmt Wikipedia hafa að minnsta kosti 25 konur sakað hann um kynferðislegt ofbeldi frá árinu 1970.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert