Ísland á grænan lista Íra þrátt fyrir smitfjölda

Grímuklæddir vegfarendur á Írlandi.
Grímuklæddir vegfarendur á Írlandi. AFP

Frá og með mánudegi sleppa Íslendingar við 14 daga sóttkví við komuna til Írlands þrátt fyrir mikla fjölgun smita hérlendis. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu. 

Nýr „grænn listi“ tekur gildi á Írlandi á mánudag. Einungis sjö lönd eru á listanum, Kýpur, Finnland, Íslands, Þýskaland, Lettland, Litháen og Pólland. 

Ítalíu og Grikklandi var í gær bætt á lista yfir þær þjóðir sem þurfa að sæta 14 daga sóttkví við komuna til landsins. 

Í fyrradag greindust 19 ný innanlandssmit hérlendis og á þriðjudag þrettán ný smit. Smitfjöldi fimmtudagsins er sá mesti síðan í apríl. 14 daga nýgengi innanlandssmita hérlendis á hverja 100.000 íbúa er nú 17,7.

mbl.is