Neyðast til að nota gríska stafrófið

Fólk reynir að standast ágang fellibylsins Sally í Pensacola í …
Fólk reynir að standast ágang fellibylsins Sally í Pensacola í Flórída í vikunni. AFP

Veðurfræðingar vestanhafs neyðast nú til að nota gríska stafrófið til að nefna lægðirnar úti á Atlantshafi og Mexíkóflóa, eftir að hafa klárað hefðbundinn nafnalista í stafrófsröð fyrir yfirstandandi fellibyljatímabil.

Þetta er aðeins í annað sinn frá því hafið var að nefna bylina sem þetta gerist.

Hitabeltisstormurinn Wilfred bar 21. og síðasta nafn fyrri listans. Nú er fylgst með óveðurslægðinni Alpha undan ströndum Portúgal og hitabeltisstorminum Beta, sem stýrir á þessari stundu vindum í Mexíkóflóa.

Búist er við að Beta nái fellibylsstyrk um helgina.

Valin er sú leið að nota gríska stafrófið í stað annars nafnalista, til að aðgreina lægðirnar betur frá fyrri lægðum á þessu ári. 

mbl.is