Datt út um gluggann á bifreið

Hraðbrautin er fjölfarin og því mikil mildi að ekki fór …
Hraðbrautin er fjölfarin og því mikil mildi að ekki fór verr. Ljósmynd/Wikipedia.org

Kona féll út um bílglugga á hraðbrautinni M25 laust eftir hádegi í London í dag, eftir að hafa hallað sér of langt út um gluggann til þess að taka upp Snapchat-myndband. Bíllinn var á ferð en konan slasaðist ekki alvarlega og mikil mildi að ekki fór verr.

Fékk konan aðhlynningu á slysstað að sögn lögreglu og er ekki talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað, að því er fram kemur í frétt BBC. Í yfirlýsingu bresku umferðarlögreglunnar á Twitter segir: „Fyrir einskæra heppni lifði hún af og slasaðist ekki alvarlega. #enginorð.“mbl.is