Tveir látnir og 14 særðir í skotárás Rochester

Lögreglumaður á vakt í New York. Úr safni.
Lögreglumaður á vakt í New York. Úr safni. AFP

Tveir létu lífið og 14 særðust í skotárás í Rochester í New York-ríki í nótt. Að sögn lögreglu var skotum hleypt af í garðpartíi og var lögreglan með mikinn viðbúnað. 

Lögreglan segir að um 100 manns hafi verið á hlaupum þegar lögreglu bar að garði og mikil ringulreið ríkt á svæðinu. 

Karl og kona um tvítugt létust í árásinni. Ekki hefur verið greint frá nöfnun þeirra. 

Fjórtán voru síðan fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Enginn þeirra er í lífshættu. 

Þá segir lögreglan að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Óljóst sé á þessari stundu hvort einn byssumaður hafi verið á ferðinni eða fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert