Biden hvetur þingmenn til að bíða

Joe Biden, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, hvatti í dag öldungadeildarþingmenn til að bíða þar til eftir forsetakosningar með að skipa nýjan hæstaréttardómara í stað Ruth Bader Ginsburg, sem lést í fyrradag. Þetta sagði Biden í ræðu í Fíladelfíu.

Biden sagði að tilraunir Trumps forseta til að flýta í gegn skipun eftirmanns Ginsburg væru „tilraunir í hreinu valdatafli forsetans“.

Trump hefur gefið út að hann muni freista þess að skipa nýjan dómara sem fyrst, en takist honum það yrði það þriðji dómarinn við réttinn sem Trump skipar. Þegar hafa tveir öldungadeildarþingmenn repúblikana gefið út að þeir muni ekki styðja tilnefningu sem kemur fram fyrir forsetakosningarnar í byrjun nóvember.

Joe Biden, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum.
Joe Biden, forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert