Ákvörðun Evrópusambandsins „einskis virði“

Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á blaðamannafundi í dag.
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á blaðamannafundi í dag. AFP

Tyrkir gagnrýna ákvörðun Evrópusambandsins, sem tilkynnt var í kvöld, um að setja viðskiptabann á tyrkneskt fyrirtæki fyrir meint brot gegn banni Sameinuðu þjóðanna við sölu vopna til Líbíu.

„Á þessari stundu þegar verið er að vinna að því að minnka spennu við austurhluta Miðjarðarhafsins, þá er yfirdrifið óheppilegt að taka svona ranga ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu tyrkneska utanríkisráðuneytisins sem birt var í kvöld.

Bætt er við að ákvörðun Evrópusambandsins sé einskis virði í augum Tyrklands.

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í kvöld að leggja viðskiptaþvinganir á þrjú fyrirtæki vegna vopnasölu til Líbíu. Eitt þeirra er tyrkneskt, annað kasakskt og það þriðja jórdanskt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert