„Erfiður vetur“ framundan í Bretlandi

Chris Whitty, ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.
Chris Whitty, ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. AFP

Bretland stendur á krossgötum hvað varðar þróun kórónuveirufaraldursins þar í landi og er „á leiðinni í ranga átt“ að sögn helsta ráðgjafa breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum. 

Chris Whitty, heilbrigðisráðgjafi ríkisstjórnarinnar, varar við því að „erfiður vetur“ sé framundan í Bretlandi. 3.899 tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest í Bretlandi í gær og 18 létust af völdum veirunnar. 

Fram kemur á BBC að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands íhugi nú að setja á tveggja vikna útgöngubann á Englandi. Johnson fundaði með Whitty og heilbrigðisráðherra Bretlands, Matt Hancock, í gær, sunnudag. 

Hancock sagði í gær að fjöldi þeirra sem þurfi á innlögn á sjúkrahús að halda vegna veirunnar hafi tvöfaldast á síðustu 8 dögum. Grípa þurfi til frekari aðgerða til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll af völdum veirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert