Fjögur sundurskotin lík í mýri

Næturlífið í Medellin-borg í Kólumbíu um helgina. Myndin tengist fréttinni …
Næturlífið í Medellin-borg í Kólumbíu um helgina. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Að minnsta kosti tíu manns voru drepnir í Kólumbíu um helgina, í verstu ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir í landinu frá friðarsamningunum sem handsalaðir voru árið 2016.

Sundurskotin lík fjögurra ungra karla fundust í mýri í Narino-sýslu í dag, að því er yfirvöld á staðnum greina frá.

Sex til viðbótar voru skotnir í Cauca-sýslu í gær, þar sem hópur manna hleypti af byssum sínum á fólk sem hafði komið saman til að berja augum hanaslag. Fleiri særðust í árásinni.

Yfirvöld í landinu telja að í báðum atvikum megi rekja drápin til andófsmanna innan úr skæruliðahreyfingunni FARC.

mbl.is