Fundar með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins

Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands.
Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands. AFP

Stjórnarandstöðuleiðtogi Hvíta-Rússlands, Svetlana Tsíkanovskaja, mun í dag funda með utanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna. Evrópusambandið undirbýr nú viðskiptaþvinganir á hendur stjórn Alexanders Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands. 

Ts­íkanovskaja bauð sig fram gegn Lúka­sj­en­kó, sem verið hef­ur for­seti lands­ins frá 1994, í kosn­ing­un­um. Niður­stöðurn­ar, sem segja Lúka­sj­en­kó hafa hlotið 80% at­kvæða, eru sagðar falsaðar. Fordæmalaus mótmæli hafa staðið yfir í Hvíta-Rússlandi síðustu vikur. 

Evrópusambandið hefur hafnað niðurstöðum kosninganna og er búist við því að sambandið setji á ferðabann til Hvíta-Rússlands og beiti öðrum viðskiptaþvingunum á borð við frystingu eigna. 

Ts­íkanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, mun funda með 27 utanríkisráðherrum Evrópusambandsins fyrir hádegi í dag. Eftir fundinn munu utanríkisráðherrar sambandsins funda formlega um málefni Hvíta-Rússlands, Líbíu og Tyrklands. 

Ts­íkanovskaja hefur áður komið fyrir Evrópuþingið og Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert