Viðbúnaðarstigið hækkað í Bretlandi

Fólk að störfum við skimanir fyrir veirusmiti í Bolton í …
Fólk að störfum við skimanir fyrir veirusmiti í Bolton í síðustu viku. AFP

Viðbúnaðarstig vegna faraldurs kórónuveirunnar í Bretlandi verður fært upp úr því þriðja og í það fjórða. Merkir það að smit á milli fólks sé „mikið eða í veldisvexti“, að sögn æstu embættismanna í heilbrigðiskerfi landsins.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og bendir á að vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi varað við því að um miðjan október gæti fjöldi nýrra smita á dag verið í kringum 50 þúsund, verði ekkert aðhafst.

Forsætisráðherrann Boris Johnson mun koma fram með yfirlýsingu á þinginu á morgun.

Alls hafa 4.368 ný tilfelli veirusmita verið tilkynnt í landinu í dag. Í gær voru þau 3.899 talsins. Enn fremur var greint frá ellefu andlátum sökum veirunnar í dag.

mbl.is