Ekki þarf lengur leyfi fyrir áfengiskaupum

Höll furstans í Abu Dhabi, einu af furstadæmum Sameinuðu arabísku …
Höll furstans í Abu Dhabi, einu af furstadæmum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. AFP

Yfirvöld í Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, hafa fellt úr kröfur um að sérstakt leyfi þurfi til að kaupa áfengi í borginni. Stutt er síðan yfirvöld í Dubai, fjölmennasta furstadæmi landsins, slökuðu einnig á reglum um áfengiskaup.

Ákvörðunin er sögð liður í áformum um að endurlífga ferðaþjónustu á svæðinu eftir kórónuveirufaraldurinn og búa landið undir ferðamenn frá Ísrael, en ríkin tvö undirrituðu í síðasta mánuði samkomulag um að koma á stjórnmálasambandi sín á milli.

Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum kemur fram að íbúar og ferðamenn muni héðan í frá geta keypt áfengi í þartilgerðum verslunum. Áfengiskaupaaldur verður 21 árs og aðeins heimilt að neyta þess á heimilum eða viðurkenndum stöðum, svo sem skemmtistöðum. Ekki er minnst sérstaklega á hvort múslimar muni fá að kaupa áfengi, en hingað til hafa þeir ekki getað orðið sér úti um leyfið sem áður þurfti til áfengiskaupa.

Þrátt fyrir að áfengisverslanir hafi hingað til, lögum samkvæmt, þurft að krefja kaupendur um framvísun áfengisleyfa, hefur því jafnan ekki verið framfylgt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert