Metfjöldi smita á einni viku

1.998.897 ný tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest á heimsvísu vikuna 14. …
1.998.897 ný tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest á heimsvísu vikuna 14. til 20. september. AFP

Kórónuveirufaraldurinn virðist vera á uppleið á heimsvísu, en aldrei hafa fleiri ný tilfelli veirunnar verið skráð en í þeirri síðustu þegar nærri 2 milljónir smita voru staðfestar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, en þar segir jafnframt að dauðsföll virðist þó vera á niðurleið.

1.998.897 ný tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest á heimsvísu vikuna 14. til 20. september. Er það 6% aukning frá vikunni áður og jafnframt hæsta tala yfir ný smit á einni viku síðan kórónuveirufaraldurinn hófst.

mbl.is