Minnst 90 hvalir dauðir

Talið er að björgunaraðgerðir geti tekið marga daga.
Talið er að björgunaraðgerðir geti tekið marga daga. AFP

Hið minnsta þriðjungur af grindhvölunum sem strandað hafa við Tasmaníu í Ástralíu eru dauðir og óttast er að fleiri séu í dauðateygjunum. Um 270 hvalir eru strand við vesturströnd eyjunnar og minnst 90 taldir dauðir.

Unnið er að því að bjarga þeim sem hægt er og hefur þegar tekist að koma 25 hvölum aftur á sund, að því er greint er frá í frétt BBC af málinu. Talið er að björgunaraðgerðir geti tekið marga daga.

Ekki er vitað hvað olli því að hvalirnir strönduðu. Talsvert algengt er að hvalir strandi á svæðinu en rúmur áratugur er síðan þeir voru svo margir í einu, en um 200 hvalir strönduðu við Tasmaníu árið 2009.

Minnst 90 af 270 strönduðum grindhvölum við Tasmaníu eru dauðir.
Minnst 90 af 270 strönduðum grindhvölum við Tasmaníu eru dauðir. AFP
mbl.is