Morðingi Lennons biðst afsökunar

Yoko Ono og John Lennon árið 1969.
Yoko Ono og John Lennon árið 1969. Ljósmynd/Wikipedia.org

Maðurinn sem myrti John Lennon hefur beðið Yoko Ono, ekkju Lennons, afsökunar á sársaukanum sem hann olli henni, 40 árum síðar.

Mark Chapman skaut Lennon fjórum sinnum fyrir utan heimili hans og í viðurvist Ono árið 1980, en hann baðst afsökunar fyrir dómstólum í síðasta mánuði þegar honum var í ellefta sinn neitað um reynslulausn úr fangelsi.

Við réttarhöldin viðurkenndi Chapman að hann hafi myrt tónlistarmanninn í nafni frægðarinnar og að hann ætti dauðarefsingu skilið fyrir verknaðinn. Kvaðst hann hugsa ítrekað til fyrirlitlegra gjörða sinna.

Hann var íkon

Mark Chapman.
Mark Chapman. AFP

„Ég hef enga afsökun. Þetta var gert fyrir eigin frama. Hann var ótrúlega frægur. Ég myrti hann ekki vegna persónu hans eða hvernig maður hann var. Hann var fjölskyldumaður. Hann var íkon,“ sagði Chapman.

„Hann var mjög, mjög, mjög frægur og það var eina ástæðan og ég var mjög, mjög, mjög, mjög mikið að leita að frægð. Mjög sjálfselskt.“

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert