Ráðstefnu ESB frestað vegna veirusmits

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, á myndbandsfundi.
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, á myndbandsfundi. AFP

Ráðstefnu leiðtoga Evrópusambandsríkja sem átti að hefjast á fimmtudaginn hefur verið frestað eftir að öryggisvörður sem starfar fyrir gestgjafann, Charles Michel forseta leiðtogaráðins, greindist með kórónuveiruna.

Talsmaðurinn Barend Leyts tísti á Twitter að Michel hefði ákveðið að fresta ráðstefnunni, sem átti að fara fram 24. og 25. september, til 1. og 2. október.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert