Tveggja ára barn neitaði að vera með grímu

Flugvél American Airlines tekur á loft frá Flórída.
Flugvél American Airlines tekur á loft frá Flórída. AFP

Konu var gert að yfirgefa flugvél American Airlines eftir að tveggja ára sonur hennar neitaði að vera með andlitsgrímu.

„Ég reyndi hvað eftir annað, ég grátbað hann, mútaði honum, ræddi við hann, gerði allt sem ég gat á sama tíma og hann öskraði og grét þegar ég reyndi að halda honum og setja grímuna á hann, á sama tíma og mér leið eins og ömurlegri móður,“ skrifaði Rachel Davis á Instagram.

View this post on Instagram

I’m at a complete loss of words. The eyes of a mama-bear who just bawled her eyes out as she was forced off an airplane because her 2 year old wouldn’t keep his mask on. I tried repeatedly, begged him, bribed him, pleaded with him, did everything I could while he was screaming and crying as I tried to hold him and put the mask on, feeling my absolute lowest of lows as a mother. Before I even sat in my seat, flight attendant Terry on American Airlines flight 5595 from Charlotte, NC to Manchester, NH on September 17th, approached me and asked how old my son is, and demanded according to their policy he wear a mask. I told her this is our fourth American Airlines flight this week, and he has never been asked to wear a mask. She informed me he (my overtired two year old son) would need to comply with their company policy or we would be asked to leave the aircraft. As I tried to put down my things and get a mask out, I heard Terry on the phone saying “yea it’s clear there is going to be a problem and we will need you to come down”. The nastiest smug look on her face. I’ll save you the rest of the horror that happened on the plane, as I continued trying to get him to wear the mask, bawling my eyes out and hyperventilating behind my own suffocating mask. Desperate to get home after the worst week. He would have been asleep before we even pushed back if they had just been humans. The pilot had the final say, Lyon wears the mask or they will escort us off the plane. Rather than get themselves any bad press by escorting a crying mom and two year old off the plane, they forced everyone to deplane, and wouldn’t let us back on the flight home. Apparently before we got off the plane everyone who left before us lit up the crew in the gate area. The Captain walking right by me as I screamed my head off in my absolute worst moment. They moved us to a flight tonight, on the same airline who’s company policy kicked us off the last flight, because my two year old son wouldn’t keep a mask securely over his nose and mouth at all times. This is the world we live in? This is not a mask debate. This is a ‘be a god damned human’ debate. I will NEVER fly AA again.

A post shared by Rachel Starr Davis (@rachelstarrdavis) on Sep 17, 2020 at 1:50pm PDT

Hún var í vinnuferð á Flórída þegar fellibylurinn Sally fór að láta að sér kveða.

„Við reyndum að koma okkur í burtu fyrr en þau aflýstu fluginu,“ sagði Davis við ABC News. „Auga stormsins gekk yfir okkur á miðvikudagsmorgun og rafmagnið fór af þar sem við dvöldum.“

„Kuldalegt og grimmilegt“

Hún sagðist hafa verið dauðþreytt þegar mæðginin komust loksins um borð í flugvél heim til Manchester í New Hampshire. Stuttu eftir að David settist niður sagði hún að flugfreyjan hefði sagt henni og „örþreyttum“ syni hennar að ef hún gæti ekki fengið hann til að nota grímu yrði hún að yfirgefa flugvélina.

Allir farþegarnir, þar á meðal Davis og sonur hennar, þurftu að yfirgefa vélina vegna atviksins.

„Þetta var mjög kuldalegt og grimmilegt,“ sagði Taylor Crounoyer, sem einnig var um borð í vélinni. „Þetta snerist ekki um að fullorðinn einstaklingur vildi ekki nota grímu vegna þess að hann væri á móti því – þetta var barn. Og þetta var heldur ekki slæm, óábyrg móðir – hún var grátandi og reyndi að fá hann til að vera með grímuna og bað flugfreyjurnar um hjálp til að finna út hvað hún ætti að gera.“

Crounoyer tók myndband við brottfararhliðið þar sem David sagði grátandi: „Ég veit ekki hvað þið viljið að ég geri til að halda grímunni á honum. Viljið þið að ég festi hana með límbandi á andlitið á honum? Hann er tveggja ára og hann skilur þetta ekki!“

Stærstu flugfélög Bandaríkjanna krefjast þess að öll börn tveggja ára og eldri noti grímur um borð í flugvélum. Þessi stefna hefur verið gagnrýnd vegna fregna um að foreldrar með lítil börn hafa verið reknir úr vélunum.

Seint í ágúst var móður með sex börn gert að yfirgefa flugvél JetBlue vegna þess að tveggja ára dóttir hennar neitaði að vera með grímu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert