23 létust eftir að flutningabíll valt

Frá vettvangi slyssins í dag.
Frá vettvangi slyssins í dag. AFP

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, segir að minnsta kosti 23 manns hafa látist, þar á meðal ungir nemendur, þegar eldsneytisflutningabíll valt og kveikti um leið mikinn eld á umferðarþungum vegi fyrir miðju landsins.

„Ég hef alvarlegar áhyggjur af tíðni þessara óheppilegu og stóru harmleikja sem hrifsa líf að þarfalausu,“ bætti forsetinn við í ávarpi.

Slys þar sem eldsneytisflutningabílar koma við sögu eru tíð á illa viðhöldnum vegum Nígeríu.

Fjöldi bifreiða varð eldinum í dag að bráð, þeirra á meðal rúta sem var að flytja nemendur við tækniháskóla landsins.

mbl.is