Eiffel-turninn rýmdur eftir sprengjuhótun

Eiffel-turninn í París.
Eiffel-turninn í París. AFP

Eiffel-turninn í París hefur verið rýmdur eftir að frönsku lögreglunni barst sprengjuhótun. Hótunin barst um klukkan 12 á hádegi að staðartíma (10 að íslenskum tíma) en turninn er enn lokaður almenningi.

Breska blaðið Independent hefur eftir talsmanni lögreglu að lögreglumenn séu á svæðinu og rannsókn standi yfir.

Talsmaður fyrirtækisins sem rekur turninn segir í samtali við New York Times að lögreglu hafi borist símtal frá manni sem lét ekki nafn síns getið. Turninn var því rýmdur í öryggisskyni.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert