„Ekkert réttlæti, enginn friður“

Frá mótmælum í Louisville í dag. Margir héldu að lögreglumennirnir …
Frá mótmælum í Louisville í dag. Margir héldu að lögreglumennirnir myndu fá harðari refsingar og eru vonsviknir yfir ákærunni. AFP

„Skilaboð mín eru þau að ég elska samfélag svartra og ég hef gert meira fyrir það en nokkur annar forseti, mögulega að Abraham Lincoln [sem batt formlegan endi á þrælahald í Bandaríkjunum] undanskildum þó,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti spurður um skilaboð hans til samfélags svartra Bandaríkjamanna í ljósi ákæru sem gefin var út í tengslum við andlát Breonnu Taylor. 

Hún var skotin til bana á heimili sínu fyrir sex mánuðum eftir að þrír lögreglumenn í Louisville brutu sér leið inn í íbúð hennar 13. mars síðastliðinn. Mótmælendur hafa lengi krafist þess að lögreglumennirnir verði ákærðir fyrir að myrða Taylor en í dag var einn þeirra ákærður fyrir þá áhættu sem hann skapaði þessa nótt. Enginn hefur verið ákærður fyrir morðið og hefur það vakið mikla reiði á meðal mótmælenda. Þeir láta nú óánægju sína í ljós.

Næstum um leið og ákæran var tilkynnt í höfuðborg Louisville, …
Næstum um leið og ákæran var tilkynnt í höfuðborg Louisville, Frankfort, söfnuðust mótmælendur saman og sungu „ekkert réttlæti, enginn friður.“ AFP

Hafi „komist upp með morð“

Lögreglumaðurinn fyrrverandi sem var ákærður heitir Brett Hankison og var hann ákærður fyr­ir að ryðjast inn í íbúð Tayl­or og hleypa þar af tíu skot­um „í skeyt­ing­ar­leysi og blindni“.

Næstum um leið og ákæran var tilkynnt í Louisville söfnuðust mótmælendur saman og sungu „ekkert réttlæti, enginn friður.“ Síðan þá hafa þeir gengið um borgina og hrópað nafn Taylor. Sumir hafa tárast og sagt fréttamönnum að lögreglumaðurinn hafi „komist upp með morð“.

Lifandi fréttaflutningur CNN

Lifandi fréttaflutningur BBC

mbl.is