Flykkjast til að syrgja Ginsburg

Beðið eftir kistu Ginsburg á tröppum réttarins.
Beðið eftir kistu Ginsburg á tröppum réttarins. AFP

Fólk hefur flykkst í dag að Hæstarétti Bandaríkjanna til að votta dómaranum Ruth Bader Ginsburg virðingu sína, en hún lést í síðustu viku og hratt um leið af stað kapphlaupi repúblikana við að fylla hennar skarð við dómstólinn áður en kemur að forsetakosningum þann 3. nóvember.

Kista Ginsburg var borin að byggingu réttarins í dag.
Kista Ginsburg var borin að byggingu réttarins í dag. AFP

Lík hennar mun liggja frammi í réttinum í dag og einnig á morgun, þegar forsetinn Donald Trump hefur í hyggju að koma við.

Fjöldi fólks kom saman í höfuðborginni í dag af þessu …
Fjöldi fólks kom saman í höfuðborginni í dag af þessu tilefni. AFP

Á föstudag verður Ginsburg fyrsta konan í sögu Bandaríkjanna til að hlotnast sá heiður að liggja látin frammi í byggingu þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert