Tveir lögreglumenn skotnir í mótmælum

Lögreglan handtekur mótmælendur í Louisville, Kentucky.
Lögreglan handtekur mótmælendur í Louisville, Kentucky. AFP

Tveir lögreglumenn voru skotnir á meðan mótmæli fóru fram víðs vegar um Bandaríkin eftir að tilkynnt var að enginn yrði ákærður fyrir að hafa skotið Breonnu Taylor til bana.

Taylor, sem var skotin til bana í íbúð sinni af óeinkennisklæddum lögreglumönnum, hefur verið táknmynd fyrir hreyfinguna Black Lives Matter þar sem ofbeldi lögreglumanna gegn svörtu fólki er mótmælt.

Mótmælendur í Louisville, Kentucky.
Mótmælendur í Louisville, Kentucky. AFP

Dómstóll ákærði einn af þremur lögreglumönnum fyrir gáleysi er hann hleypti úr byssu inni á heimili Taylor. Hvorki hann né hinir tveir samstarfsmenn hans voru ákærðir vegna dauða hennar.

Mótmæli fóru fram víða, meðal annars í New York, Boston, Washington og Los Angeles.

Stærstu mótmælin voru haldin í heimaborg Taylor, Louisville í Kentucky þar sem tveir lögreglumenn voru fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið skotnir.

Robert Schroeder.
Robert Schroeder. AFP

„Verið er að meðhöndla báða lögreglumennina,“ sagði Robert Schroeder, lögreglustjóri til bráðabirgða, við fréttamenn.

„Annar er með meðvitund og er ástand hans stöðug. Hinn lögregluþjónninn er í aðgerð en ástand hans er stöðugt,“ sagði hann og bætti við að enginn hefði verið handtekinn vegna árásanna.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert