Farþegar frá Íslandi nú í sóttkví í Bretlandi

Farþegar sem koma til Bretlands frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og …
Farþegar sem koma til Bretlands frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao þurfa frá og með deginum í daga að sæta 14 daga sóttkví. AFP

Ferðamenn sem koma frá Íslandi til Bretlands þurfa nú að fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins og tók reglan gildi klukkan fjögur í morgun að breskum tíma. Ákveðið var síðasta fimmtudag að ásamt Íslandi yrði Danmörk, Slóvakía og Karíbahafs-eyjan Curacao sett á rauða lista breskra stjórnvalda.

Þeir sem brjóta reglur um sóttkví í Bretlandi eiga yfir höfði sér að lágmarki 1.000 punda sekt eða því sem nemur um 178 þúsund íslensra króna.

Bresk yfirvöld segja ákvörðunina tekna eftir að kórónuveirutilfellum fór að fjölga hratt í þeim löndum sem um ræðir. Ekki sé því lengur öruggt fyrir breska ferðamenn að snúa heim frá þessum löndum án þess að fara í sóttkví við komuna til landsins.

mbl.is